Tungl- og sólmyrkva afhjúpanir – Eclipse Revelations frá Karen Downing

April 15, 2014

Hinn nýlegi tunglmyrkvi er undanfari mikilla og djúpstæðra breytinga á jörðinni. En þessi breyting hefst fyrst innra með hverri og einni sál.  Samvitundarlega, munu  breytingar ekki eiga sér stað án þess að við horfum fyrst innávið og sköpum breytingu í okkar eigin lífi.  Í upprisuferlinu, (að hækka vitundina), eru andartök þar sem hver einstaklingum horfist í augu við þá þætti sem hafa verið í felum, djúpt í minningum undirmeðvitundarinnar.

Það er ekki auðvelt að standa frammi fyrir þessum þáttum og skoða þá af einlægni, því þeir eiga uppruna sinn í fyrri lífa reynslu, og það getur verið erfitt að horfa á þá á hlutlausan máta. Í lífi þínu nú, ertu með augnleppa þegar það kemur að því hvernig þú horfir á og metur sjálfan þig í fyrrilífa tilliti.  Mannkyni hættir til að dæma hluti í allt eða ekkert flokkun, án þess að taka sér tíma til að horfa af einlægni á alla þætti eða hluta tilfinninganna og hegðunarinnar.

Doors

Miðillinn minn er oft spurð spurningarinnar; „Hvað get ég gert til að taka andlegum framförum?“  Svar hennar er, „Reyndu að skilja sjálfan þig á dýpri og dýpri sviðum.“ Því, svarið við þessari spurningu er óendanlegt, því þegar þú kemur auga á og losar um eitt fyrra líf, er annað þar á bakvið til að skoða og losa, lag eftir lag.  Og jafnvel þegar þú kemur niður á rót kjarnans, þá er Egó-hlutinn af þér enn til staðar.  Þetta er þáttur sem er tengdur við hverja einustu manneskju, þáttur sem eitt sinn var kostur, en er nú eins og vinur sem heldur áfram að gefa þér slæm ráð (þó að þau séu vel meint).

Lærðu að skilja þitt eigið Egó. Hvaða skilaboð færir það þér aftur og aftur í formi hugsana? Er það með sérstakar væntingar til þín eða hvað það er sem þú getur gert í lífinu?  Kemur það meðtilfinningar og viðbrögð inn í samskipti sem þú átt? Heldur það þér föstum í ótta?  Hefur það áhyggjur af daglegum gangi lífsins? Þar sem Egóðið er tengt jarðarsviðinu (og já, það mun halda áfram að vera hér eftir upprisuna), þá er best að læra allt um aðferðirnar sem það notar og skilaboðin sem það færi þér.

Egóið meinar vel, en það byggir útkomuna á því að koma í veg fyrir að endurtaka sársauka fyrri lífa. Með því að læra hvernig þú getur haldið þínu eigin Egói í skefjum, geturðu komist á stað þar sem þú hefur fullnumið hvernig á að núllstilla áhrif þess.  Þetta er áframhaldandi verkefni, því svo lengi sem þú dvelur á jörðinni, mun Egóið vera til staðar. Það mun breytast og þróast, en það mun halda áfram að vera til svo lengi sem þú ert í líkama.  Egóið er hluti af jarðvistinni líkt og líkaminn sem þú dvelur í.  Það er ástæða þess að þú hefur valið að læra í jarðarskólanum frekar en á öðrum tilverusviðum.

Egóðið dvelur í því öfgakennda; öfgakenndum viðbrögðum, öfgakenndar tilfinningar, öfgakenndar sveiflur.  Það er Egóið sem notar orð eins og „Alltaf“ og „Aldrei“ og segir setningar eins og; „Ég fæ aldrei neina aðstoð“, eða „Þú gerir mér þetta alltaf“.  Egóið er ekki einungis stolt og uppfullt af sjálfsmikilvægi, heldur einnig óttafullt og sjálfsniðurrífandi.  Egóið tekur hluta af upplýsingum, atburði, viðburði eða aðstæðum og setur í tilfinningalegt samhengi.  Egóið verður að sannfæra aðra um sitt sjónarhorn og mun jafnvel stundum reyna að sannfæra þig. Í hvert sinn sem þú þarft að réttlæta svör þín gagnvart öðrum eða gagnvart sjálfum þér, þá er það Egóið sem finnur sig knúið til að gera það. Þú núllstillir Egóið með því að læra um um aðferðirnar sem Egóið þitt notar.

Því meira sem þú lærir um þitt eigið Egó, því meiri stjórn hefurðu á að halda því frá því að trufla líf þitt, og þeim mun auðveldara verður að tengjast æðra sjálfinu.  Það er aðal takmark upprisuferilsins, að yfirvinna styrk Egósins á þann hátt að þú verðir fær um að umbreyta orku allra fyrri líftíma, og að þú ljúkir við það verkefni sem þú komst til jarðarinnar til að læra. Í hvert skipti sem það á sér stað myrkvi (sól – eða tunglmyrkvi), þá er það til að birta þér einhverja þá þætti sem Egóði hefur reynt að halda földum. Það er alltaf eitthvað nýtt að læra um sjálfan þig, alltaf nýjir hlutar eða upplýsingar að uppgötva. Á því augnabliki sem þú ákveður að þú hafir lært nóg, er það andartakið sem Egóið fær tækifæri til að hafa enn meiri áhrif á þig.  Nýttu þessa stóru plánetu orkuglugga til að kafa enn dýpra inn í dvalarstað Egósins. Þegar þú skoðar Egóið af einlægni, geturðu tekið enn stórstígari framförum á lífsbrautinni þinni, heldur en þú hefðir nokkru sinni gert ráð fyrir.

Love, Aurora

 Eclipse Revelations

April 15, 2014

The recent eclipse is the harbinger of great and profound change on Earth. But, that change begins within each and every soul first. Collectively, change will not be facilitated without first looking within and creating change in one’s own life.  In the process of Ascension (raising one’s vibration), there is a moment where each individual comes face-to-face with the aspects that have been hiding within their deep subconscious memories.

It is not easy to confront these aspects and to look at them honestly, for they originate in past life experiences, and those can be challenging to assess in an impartial manner. When you are living your life now, you have blinders on when it comes to how you view yourself from a past life perspective. Humanity tends to judge things in an all-or-nothing classification, without taking the time to genuinely look at all pieces of one’s emotions and behaviors.

My channel is often asked the question, “What can I do to progress spiritually?” Her answer is, “Work at understanding yourself on a deeper and deeper level.” For, the answer to that question is ongoing, because as you identify and release one past life, another one is there to examine and release, layer upon layer. And, even when you get to the very core of the energy, there is still the Ego (Self) part of you to contend with. This is the part connected to every living being, a part that while once was an asset, now has become like a friend who keeps giving you bad (although well-intended) advice.

Learn to understand your own Ego, what messages does it say to you over-and-over again in your head? Does it put specific expectations on you or what you can do in life? Does it bring emotions into your communications and interactions? Does it keep you trapped in fear? Does it worry about the day-to-day process of life? Because the Ego is attached to the Earth plane (and yes it will continue to be here after Ascension), it is best to learn to about all of its tactics and messages.

The Ego comes from a place of meaning well, but it is basing its conclusions on not repeating the hurts from your past lives. By learning how to keep your own Ego in check, you can arrive at a place where you have mastered how to neutralize its force. This is an ongoing task, because as long as you are living on Earth, the Ego will be present. It will change and evolve, but it will be present as long as you are experiencing the incarnation process.  The Ego is a part of the Earthly existence, no different to your physical body. It is the reason why you have chosen to learn in the Earth School versus another plane of learning elsewhere.

The Ego dwells in the extremes; extreme reactions, extreme emotions, extreme highs and lows. It is the Ego that will use terms like “Always” and “Never.” Saying things such as, “I never get help,” or “You always do this to me.” The Ego is not only prideful and self-important, but also fearful and self-defeating. The Ego takes a piece of information, event, occurrence, or situation and gives it an emotional context. The Ego has to convince others of its viewpoint, and sometimes even will try to convince you. Whenever you have to qualify your answer to someone else or to yourself, it is the Ego that is compelled to do so. You neutralize the Ego by learning about the tactics your individual Ego displays.

The more that you learn about your own Ego, the more control you have to keep it from interfering in your life, and the easier it is to move into your Higher Self. That is the ultimate goal of the incarnation process, to overcome the strength of the Ego in such a way that you are able to transform the energy from all previous lifetimes, able to gain completion of what you came to Earth to learn. Every time there is an eclipse, it is there to reveal something that the Ego had tried to keep hidden.  There is always something new to learn about yourself, always a new piece of information to discover. The moment you decide you are finished with your learning, is the moment the Ego can exert its influence over you even more. Use these big Astrological events to dive deeper into the recesses of your Ego. When you are honest with this Ego exploration process, you can propel yourself forward on your life path with greater momentum than you could have ever anticipated.

Love, Aurora

http://aurorasmessage.com/channel_041514.html

Advertisements
Posted in Uncategorized | Leave a comment

The Grand Cardinal Cross

Nú í apríl 2014 á sér stað afar sjaldgæf plánetuafstaða, þar sem fjórar plánetur (PLUTO gegnt JUPITER og MARS gegnt URANUS) stilla sér upp í nákvæmlega 90° horn hver við aðra, og mynda þannig Grand Cardinal Cross á himninum.

Þessi afstaða kemur til með að hafa mikil áhrif á okkur yfir 7 mánaða tímabil eða frá janúar til júlí á þessu ári, sem þýðir að áhrifa hennar tók að gæta fyrir all nokkru.  Hún nær hámarki sínu 23/24 apríl sem er milli tveggja myrkva, annars vegar tunglmyrkva þann 14. apríl og hins vegar sólmyrkva þann 28. apríl.

Í stuttu máli sagt opnar Cardinal Grand Cross fyrir hlið mikilla orkubreytinga sem hjálpar okkur að tengjast á ný fornri visku og sannleika sem byggir á ást og djúpri lotningu fyrir öllu lífi.  Fjöldinn er að vakna og tengjast sinni æðri visku sinni og vitund til að umbreyta samfélagslegu, pólitísku og trúarlegu regluverki sem byggst hefur á ótta og stýringu, svo við getum skapað í sameiningu nýjan heim sem byggir á undirstöðum kærleika, samkenndar, fullveldis og einingar.

Leiðtogakrossinn

HVAÐ ÞÝÐIR CARDINAL

Stjörnumerkin 12 eru flokkuð eða skilgreind eftir orkulegum eiginleikum þeirra.  Cardinal merkin eru (Hrútur, Krabbi, Vog og Steingeit) en þau eru einskonar höfuðmerki eða leiðtogar sem fara á undan og hefja aðgerðir til breytinga.  Cardinal merkin tákna einnig upphaf hverrar nýrrar árstíðar.

Önnur merki eins og (Ljón, Sporðdreki, Vatnsberi og Naut) eru föst en (Bogamaður, Fiskar, Tvíburi og Meyja) eru breytanleg.

Að auki tilheyrir hvert þessara stjörnumerkja ákveðnu elementi:

ELDUR ( Hrútur, Ljón,Bogamaður)

VATN (Krabbi, Sporðdreki, Fiskar)

LOFT (Vog, Vatnsberi, Tvíburi)

JÖRÐ (Steingeit, Naut, Meyja)

Pláneturnar sem mynda Cardinal Grand Cross og eru höfuðmerkin, eru um leið fulltrúi hvers elements.

Plútó – Steingeit (Cardinal jörð)

Mars – Vog (Cardinal loft)

Júpiter – Krabbi (Cardinal vatn)

Úranus – Hrútur (Cardinal eldur)

Steingeitin sem Cardinal jörð, er afar skynsöm og praktísk og hún brettir upp ermarnar til framkvæda.

Vogin sem Cardinal loft hlúir að samstarfi og samböndum og fær fólk til að sjá stóru myndina og að vinna í sameiningu að framkvæmd hluta.

Krabbinn sem Cardinal vatn er hjálpar fólki að tengjast hjartanu enn dýpra og framkvæma þaðan í gegnum tilfinningalegt næmi og staðfestu.

Hrúturinn sem Cardinal eldur er einskonar óþolinmóður frumkvöðull (gerðu það helst í gær), sem drífur hlutina áfram af ákafa.

Hver pláneta í sólkerfi okkar hefur orkuleg áhrif á okkur frá degi til dags.  Pláneturnar 4 sem saman mynda Cardinal Grand Cross, hafa eftirfarandi eiginleika:

PLÚTO er ysta plánetan í sólkerfinu og er pláneta umbreytinga. Plútó hvetur okkur til að horfa dýpra og umbreyta því sem þjónar okkur ekki lengur. Að sjálfsögðu höfum við öll frjálan vilja, en plútó hefur þann einstaka eiginleika að ýta á takkana sem „neyða“ okkur inn í breytingar.  Plútó getur verið ansi “agressívur” og látið hlutina gerast með sinni öflugu karlorku. Það tekur Plútó um 248 ár að fara allan stjörnumerkjahringinn og vegna sporbrautar sinnar dvelur plánetan á bilinu 12-31 ár innan hvers  stjörnumerkis.

MARS er pláneta framkvæmda og stendur sannarlega undir nafni og krafti litar síns sem er eldrauður.  Mars gefur okkur hugrekki og sjálfstraust til að fara inn í orku stríðsmannsins og mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Fullvissa og óttaleysi er heitið á leiknum sem Mars leikur!  Orka Mars er karlorka og það tekur plánetuna um það bil 2 ár að fara allan stjörnumerkjahringinn.

JÚPITER er pláneta útvíkkunar og hún hvetur okkur til að skoða æðri visku, vitsmunalega- og eða andlega heimspeki.  Hún hækkar hjá okkur vitundina og stækkar sjóndeildarhringinn gagnvart nýrri hugmyndafræði og hvetur okkur til að skoða okkar eigin siðferði og viðhorf.  Heppni tengist einnig Júpiter og orka plánetunnar er mikil karlorka.  Það tekur Júpiter u.þ.b. 12 ár að fara allan stjörnumerkjahringinn og hún dvelur u.þ.b. 1 ár innan hvers stjörnumerkis.

ÚRANUS er pláneta uppreisnar og frumleika.  Hún snýst um að brjótast undan því gamla og skapa nýjan heim sem er fyrir utan kassann.  Það er Úranus sem getur kveikt neistann að byltingu á sama tíma og hún styður við aukna mannúð, frelsisleit og óhefðbundnar aðferðir til aðgerða.  Orka Úranusar getur verið mjög öflug, hvatvís og óvenjuleg, en það er þessi orkulega samsetning sem er hvatinn að frumleika, uppfinningum og nýrri framtíðarsýn.  Það tekur Úranus u.þ.b. 84 ár að fara fullan stjörnumerkjahring.

 

PLÁNETUR Í AFTURÁBAKSNÚNING

Pláneta er sögð vera í afturábaksnúningi þegar hún virðist færast afturábak á himninum en hún hreyfist í raun og veru aðeins hægar.  Til að bæta við þennan suðupott umbreytingaorku, þá er Mars er í afturábaksnúningu í apríl meðan Cardinal Gran Cross er í uppröðun og hefur það mikil áhrif á orkuna og daglega líðan okkar.

Mars fór inn í afturábaksnúning  í byrjun mars og mun koma út úr honum í þriðju viku maí 2014. Nú þegar Mars er í afturábaksnúningi , hefur það þau áhrif að orkunni er beint innávið í stað útávið.  Við getum upplifað lífið líkt og við séum að róa upp í móti, með endalausum töfum, fyrirstöðum, áföllum og alls kyns hjáleiðum sem við þurfum að fara til að komast á áfangastað.

Þessi afstaða ýtir einnig undir að undirliggjandi gömul orka gremju og pirrings sem við höfum fyrir margt löngu byrgt inni kemur upp á yfirborðið.  Þessi gamla orka er reiði, biturð og gremja yfir því að hafa ekki haft fullt vald yfir lífi okkar, þurft að kyngja lygum, óheiðarleika og misnotkun, og þessi orka getur gosið upp líkt og eldfjall á óheppilegum tíma eða beinst gagnvart röngu fólki, ef innri þrýstingur byggist of mikið upp án þess að við náum að tappa af eða losa um með heilbrigðum hætti.

pláneta í afturábak snúningi

 

HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA SVO ALLT SAMAN

Breytingar, breytingar, breytingar og meiri breytingar!!!

Margir eru orðir þreyttir á að heyra þessi sömu orð aftur og aftur, því það virðist sem á undanförnum árum hafi ekkert nema breytingar átt sér stað.

Þrátt fyrir að Cardinal Grand Cross nái hámarki í apríl 2014, hafa pláneturnar fjórar PLÚTÓ – JÚPITER – MARS – ÚRANUS verið að stilla sér upp á síðustu mánuðum og mun áhrifa þeirra halda áfram að gæta fram til júní eða júlí á þessu ári og sennilega á komandi árum.  Svo hvað er í vændum?

Orkulega afstaða Plútó – Júpiter og Úranus – Mars ásamt ferningslaga uppröðun plánetanna, skapar dýnamískar og ákafar aðstæður, átök, innri og ytri spennu  sem neyðir okkur til að fara djúpt innávið og skoða okkar eigin siðferðilegu viðmið, framkomu, hegðun og viðhorf  og skoða hvort eða hvernig þessi gildi stangast á við það sem er að eiga sér stað og breytast allt í kringum okkur.

ferhyrningurinn

Plútó í steingeit snýst um að ýta undir róttækar breytingar á hefðbundinni framsetningu og uppbyggingu ríkisstjórna, stofnana og fyrirtækja og þeirra sem eru við völd. Með Plútó við hlið Úranusar finnum við mikla löngun til uppreisnar og að láta ekki lengur bjóða okkur hvað sem er.  Við höfum fengið okkur fullsödd af lygum, svikum og áróðri og okkur langar ekki lengur að búa í þannig heimi.  Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir að það að flýja og takast ekki á við hlutina er til lítils gagns því til að ná árangri þarf að vera virkur og þora að taka í sundur það sem ekki hefur gengið til að geta endurhannað og enduruppbyggt frá grunni.

Afstaða Plútó í steingeit með Júpíter í krabba knýr okkur til að kryfja gildi okkar sem mannkyn og sem umsjónarmenn jarðarinnar gagnvart komandi kynslóðum. Á síðustu 150 árum hefur fólksfjöldi vaxið úr 1milljarði í 7 milljarða og við notum náttúruauðlindir jarðarinnar á 30% meiri hraða heldur en þær ná að endurnýja sig.  55.000 tegundir á jörðinni deyja út á hverju ári, á 3,6 sekúnda fresti deyr maður af hungri, meðan allt að 35% íbúa í þróunarlöndunum eru of þungir.  Jörðin er heimili okkar og allir jarðarbúar eru fjölskylda okkar. Hver eru sameiginleg gildi okkar og ábyrgð gagnvart jörðinni og því mannkyni sem á eftir að fæðast?

Afstaða Júpiter og Plútó ýtir undir umbreytingar á því sem við höfum fram til þessa kallað hefðbundna uppbygging fjölskyldu. Við finnum okkur knúin til að brjóta niður þröskulda og veggi og þróast í eina en fjölbreytta ættkvísl.  Hvað gefur stjórnmálamönnum rétt til þess að hindra fólk í að leita sér hælis í öðru landi sem flýr undan ofsóknum vegna trúar sinnar, skoðunum, pólitískri afstöðu eða húðlitar?  Hvað gefur ríkisstjórnum eða trúarleiðtogum rétt til þess að ákveða hvað telst vera fjölskylda?  Fjölskylda er persónulegt val og hefur ekkert með kyn að gera. Fjölskylda er samfélag og er mikilvægi þess að hafa sameiginlega rödd.  Hver eru gildi landa okkar og hvernig getum við elskað og heiðrað fjölbreytileika okkar sem mannkyns svo allir getir búið saman í samhljómi?

Saman við þessa blöndu bætist svo við afstaða Úranusar með Mars. Mars í vog snýst um aðgerðir, að krefjast réttlætis, sannleika, gegnsæi og jafnræðis í lífum okkar. Og eins og áður hefur komið fram, þá snýst Úranus í hrút um að berjast byltingarkennt og með óhefðbundnum leiðum til að láta hlutina gerast.  Við viljum sannleika og gegnsæi.

Afstaða Mars í vog gegnt Plútó og Júpíter, þvingar fram sannleikann frá öllum hliðum skipulags þessa heims, hvort sem það tengist pólitík, trúfélögum, fyrirtækjum eða hverju öðru. Á sama tíma og sannleikurinn kemur í ljós, langar okkur að umvefja þessi samtök eða stofnanir sem byggð voru upp með gamla laginu með kærleika, og reyna að innleiða réttlæti og sanngirni í gegnum jöfnuð sem flytur okkur áfram inn í nýja tíma.  En er þetta hægt? Getur núverandi form hins gamla heims í raun stutt siðferði og sjálfsábyrgð?  Til fjandans með þetta, rífum þetta bara allt í sundur  með Úranus í hrút og byrjum upp á nýtt!

krossinn

Þessi afstaða er einstök að mörgu leyti.  Tunglmyrkvinn þann 14/15 apríl, þegar tunglið er fullt og jörðin okkar blokkar sólargeislana frá því að ná að hluta eða að öllu leyti að skína á tunglið, þá veldur það því að það losnar um mjög djúp sár og gamlan undirliggjandi ótta. Við getum einnig umbreytt neikvæðum munstrum eða eiginleikum sem hafa skyggt á æðra sjálfið okkar. Það er kominn tími til að sleppa öllu sem hefur haldið aftur af þér.

Þessi tunglmyrkvi snýst um að viðurkenna sjá og samþykkja að veröldin umhverfis þig er spegilmynd af þér. Þetta fulla tungl undirstrikar að undir hinum líkamlega þætti erum við öll eins, og sameinuð í þeirri vitund getum við breytt heiminum til hins betra.  Það er í gegnum hina ótrúlegu fjölbreytni okkar sem mannkyn, sem við sköpum heild með jafnvægi og samhljómi.  Tengjum okkur inn í hjartað og hvert öðru á þessu fulla tungli og finnum fyrir og sendum þakklæti til plánetunnar okkar og heiðrum hið ótrúlega og fjölbreytta líf sem á henni dvelur og einingu allrar sköpunar.

tunglmyrkvi

Viku eftir Cardinal Grand Cross, eða þann 29 apríl, verður árlegur sólmyrkvi á nýju tungli, þar sem tunglið verður milli jarðar og sólu. Orka sólmyrkva hylur sýn okkar fram á við svo að við getum tekið okkur tíma til að skoða líf okkar og aðstæður af einlægni og heiðarleika og hvernig þær tengjast fortíð okkar, og með þennan skilning geturm við tekið stökkið fram á við.

Á þessum sólmyrkva nýs tungls, er fullkominn tími til að skoða líf þitt á einlægan hátt og endurmeta hvað það er sem þú þarft að gera til að gera sál þinni auðveldara að skína í efninu. Orka nautsins kemur með ákveðni, einbeitingu og festu til að framkvæma. Gerðu þakklætislista yfir alla þá þætti lífs þíns sem gera það auðugra, jafnvel þá þætti sem vantar í líf þitt og gerðu síðan lista yfir það hvernig þú getur deilt auði þinni með öðrum.

Bara með því að lýsa yfir að þú ert reiðubúin að deila auði þínum með öðrum, ertu að skapa meiri auð og draga inn allsnægtir til að allir geti notið, s.s. gleði, von, tækifæri, hreinan mat fyrir alla, heilsbrigðisþjónustu, ástrík sambönd og samkennd gagnvart öllu lífi.  Sendu nautsorku þessa nýja tungl út á við til að skapa nýja mynd að nýjum heimi.

sólmyrkvi

Þegar við leyfum okkur að vera berskjölduð og losum okkur undan þvingunum, ótta og stýringu og gefum okkur leyfi til að vera öðruvísi, þá náum við að upplifa hið æðsta form gleðinnar sem er sköpun og ást.

Cardinal Grand Cross ýtir kannski á hnappana eins og skilvindu til að þvinga upp á yfirborðið þinn dýpsta ótta, þína dimmustu skugga kvíða, óvissu, skammar og sjálfsefa, en þú hefur val.  Þú getur samþykkt breytinguna sem er að eiga sér stað og leyft sjálfum þér að vera berskjaldaður og finna óttan sem er að losna úr læðingi og leyft honum að fara.

Þetta er breytingin sem við höfum beðið eftir.  Tökum henni fagnandi,elskaðu hana.  Heimurinn mun aldrei verða eins aftur.

http://www.universallifetools.com/2014/03/cardinal-grand-cross-april-2014/#s2

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Leitin að sannleikanum miðlað af Karen Downing 17. mars 2014

Plánetan er  nú komin þangað þar sem skilin milli heima eru mjög þunn.  Sem slík er orkubrúin milli heima orðin mjög stutt og styður nú í vaxandi mæli við innflæði fimmtu víddar orku yfir í þriðju víddina.

Einn helsti ávinningur þessarar umbreytingar er að orkan sem er að flæða inn, mun hafa jafnvel enn meiri jákvæð áhrif; hins vegar hefur þetta ekki áhrif á það hvernig hver einstaklingur velur að bregðast við orkunni. Orkan sem er að koma í gegn mun auðvelda þekkingu og getu hvers einstaklings til að skilja hver útkoman af vali þeirra verður, en tækifærið til að fá að velja er það sem gerir jörðina að jafn einstökum lærdómsstað og hún er. Þannig mun það að velja, vera áfram hluti af því að dvelja á jörðinni, jafnvel þó að hlutir breytist á víddar sviðunum.

Þetta innflæði orkunnar mun einnig ýta yndir þrána eftir sannleikanum innra með hverri manneskju.  Erfiðleikar koma upp þegar tvær eða fleiri manneskjur deila ekki sama sannleika.  En, það er ekki einungis einn sannleikur, því að sannleikur mótast af skynjun einstaklingsins.  Eins lengi og reynsla, þekking og skynjun einstaklinga er mismunandi, verður sannleikur þeirra það einnig.

Einn mjög mikilvægur þáttur í því að hækka vitund þína á leið persónulegrar þróunar, er að leyfa öðrum að lifa og tjá þeirra eigin sannleika. Að leyfa annarri manneskju að læra af sínu eigin vali, skoðunum og reynslu er hið æðsta form frelsis. Að auki, þá er það alheims lögmál að maður getur ekki stýrt vali annarra án þess að skapa karma fyrir sjálfan sig.  Þú getur alltaf verið til staðar til að bjóða öðrum aðstoð af einlægni, en reyndu að muna hversu miklu máli það skipti fyrir þig að finna sjálf/ur þinn eigin sannleika.

Það er ekkert rétt eða rangt þegar það kemur að sannleika. Þú hefur alltaf val um það hverju þú trúir og hverju þú trúir ekki. Þú ert ekki skyldug/ur til að samþykkja skoðanir sem þú finnur ekki samhljóm með. Og, sem þú breytist, mun sannleikur þinn það einnig. Hugsaðu um allar þær stundir í lífi þínu þegar þú lærðir eitthvað nýtt um sjálfa/n þig, eða um aðra manneskju eða reynslu.  Í hvert skipti sem þú lærir eitthvað nýtt, breytist sannleikur þinn.

Svo, þú hugsar kannski með þér núna, hvað með hinn Æðri sannleika, hið stóra S, Sannleika?  Er ekki eitthvað sem er alltaf satt?  Sannleikurinn er, að meira að segja sá sannleikur breytist. Það er vegna þess að hin stóra alvitund (Guð) þróast vegna reynslu hverrar sálar, á hverju tilverustigi. Það er hlutverk hinnar stóru alvitundar að vera þekkingargrunnur alls sem er, og vegna valsins, skapast nýjar útkomur, ný þekking og reynsla. Það sem getur verið satt eina mínútuna, getur breyst þá næstu.  Þetta er ástæða þess að það að vera frjáls (detachment) skiptir svo miklu máli til að upplifa sanna samkennd.  Því það er frelsið sem gerir þér kleyft að sitja og fylgjast með, og leiðbeina öðrum af hlutleysi og mýkt í gegnum þeirra eigin reynslu, svo að þeir geti fundið sinn eigin sannleika, án þess að þú ákveðir hann fyrir þá.

Sannleikurinn breytist stöðugt; finndu hvað er rétt fyrir þig, og leyfðu öðrum að finna hvað er rétt fyrir þá. Mannkynið þarf ekki að hafa sama sannleika til að upplifa friðsæld;  mannkynið þarf aðeins að samþykkja að það er mögulegt að upplifa friðsæld innan ólíks sannleika. Eftir því sem heimarnir skarast meir og meir og verða að einum, muntu finna að þú munt ekki aðeins eiga auðveldara með að samþykkja sjálfan þig í hverju skrefi ferðarinnar, heldur einnig að þú munt eiga auðveldara með að samþykkja aðra, hvar svo sem þeir eru staddir á sínu ferðalagi.

Love, Aurora

Messages1

The Quest for Truth

March 17, 2014

The planet has now reached a time in which the border between realms is very thin. As such the energetic bridge between them has become quite short, and now is providing increased support for the inflow of energy from the 5D to the 3D.

One of the great benefits of this shift is that the incoming energy will affect even more positive change; however this does not eliminate each individual’s choice as to how they react to the energy. The energy that is coming through will facilitate the knowledge and ability for each individual to understand what the outcomes of their choices will mean, but the ability to choose is what makes the Earth plane such a unique place of learning. Thus, choice will continue to be a part of Earth’s existence, even as things change on the dimensional level. 

This inflow of energy will also make the drive for truth much stronger within each person. The difficulty arises when two or more people do not share that same truth. But, there is not only one truth, because truth is shaped by an individual’s perception. As long as the experiences, knowledge and perceptions of individuals are different, so too will be the truths they arrive at.

One very important component of raising your own consciousness on the path of personal development, is to allow others to live and express their own truth.  To allow another person to learn from their own choices, opinions and experiences is the highest form of detachment. Plus, it is a Universal Law that one cannot dictate the choices of another without creating karma for oneself. You can always be there to provide gentle guidance for another person, but try to remember how powerful it was for you to arrive at your own place of truth.

So, you may be wondering now, what about the Higher truths, the capital T, Truth? Aren’t there some things that are always true? The truth is that even those truths change. This is because the Ultimate Being (God) evolves as the result of each and every soul’s experiences, on every plane of existence. It is the role of the Ultimate Being to be the knowledge base for everything, and yet because of the power of choice, new outcomes, knowledge and experiences can be created. What may be true one minute, can change in the next. This is why detachment is so helpful at being able to embody true compassion. For it is detachment that permits you to sit back and observe, to gently guide someone through their own experiences, so that they can arrive at their own truth, without you determining their choice for them.There is no right or wrong when it comes to truth. You always have a choice in what you believe and what you do not believe. You have no obligation to take beliefs onboard that do not resonate with you. And, as you change, your truths will change as well. Think about all of the times in your life when you learned something new about yourself, or about another person or experience. Each time you learn something new, your truth changes.

Truth is ever-changing; discover what feels right to you, and allow others to believe what feels right for them. Humanity does not have to arrive at the same truths in order to experience peace; humanity only has to accept that is it possible to experience peace within different truths.  As the realms overlap more and more and shift into one, you will find that you are not only more accepting of yourself at each step in the journey, but also that you are more able to accept others, wherever they may be on theirs.

Love, Aurora

http://aurorasmessage.com/channel_031714.html?inf_contact_key=94161845988e9f6226f3f2f76d37de6baed98227a0ad6f5d7478e79a2a8a4009

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Indigo börn/sálir

Indigo barnið/sálin er komið til að færa okkur nær sönnum kjarna okkar. Við teljum huga okkar vera aðskilinn frá líkamanum, en þessi börn vita betur að svo er ekki. Indigo barn/sál ferðast auðveldlega milli heima yfirleitt á nóttu þegar við teljum að þau séu sofandi.

Hugsanir okkar og tilfinningar eru ekki okkar. Sannleikurinn er sá, að við höfum gleymt hver við erum og hvernig hugur okkar er tengdur hvert öðru. Indigo sálin man og hefur innri þekkingu sem nær langt umfram andlega hæfileika okkar.

Ekki eru öll börn sem fædd eru frá 1980 indigo börn/sálir. Mörg þeirra komu með  margar og miklar áskoranir frá fyrri lífum sem þau eru enn að vinna úr. En um leið og lærdómur er fenginn og fyrri lífa mynstur fyrirgefið, munu þau taka þátt í því sem kallast alheims umhyggja indigo sálar.

“Hin flókna innri DNA starfsemi okkar er að breytast. Heilabylgjusamskiptin eru sjálfkrafa að taka inn hærri orkutíðni í rafsegulsvið innan DNA. Vegna þessa er heilinn og innri þekking að vinna saman eins og samloðandi eining meðvitundar. Það þýðir að mannkynið er að verða meðvitaðra, verða meðvitaðri verur. Vera meðvituð um allt í einu allan tímann.

Hvað gerðist sem veldur því að við missum samband við okkar innri þekkingu?

Settu einfaldlega, byrjuðum að „hugsa“ í stað „ finna /tilfinningar“  fyrir þúsundum ára síðan. Geta okkar til að tengjast inn í sameiginlega meðvitund er enn til staðar í okkur. Við höfum bara gleymt hvernig á að gera það. Egoið varð meistari okkar í að halda aftur af okkur með því að láta okkur treysta á minningar til að taka ákvarðanir.

Með fortíðina, sem leiðsögumann gáfum við vald okkar til egosins/sjálfsins, sem gerir það að verkum að við erum hrædd.  Sumir fullorðnir hafa náð þeim möguleika að ná að minnsta kosti hluta af þessari fyrrverandi/gömlu þekkingu aftur. Þessir aðilar eru að deila þekkingu sinni með þessum indigo börnum/sálum, sem muna hvernig sameiginleg meðvitund virkar og þau eru að nota það. Börn í dag eru öðruvísi – meira krefjandi, fleiri eru greindari, eru með meira innsæi, andlegri, og í sumum tilvikum jafnvel ofbeldismeiri en hjá öðrum kynslóðum. Þetta kallar á nýja leiðir í uppeldi þessara barna og skólastarf þessara barna verður líka öðruvísi – út fyrir þann ramma sem hingað til hefur þekkst.

Hvaðan kemur hugtakið “Indigo barn”?

Með því að skoða liti árunnar getum við séð ýmsar breytingar. Það er djúp blár litur sem hefur bæst við í orkuhjúpnum. Það eru 80% þeirra indigo barna sem eru fædd eftir 1980 sem eru með þennan nýja lit í orkuhjúpnum og þaðan kemur nafnið. Fyrstu indigo börnin komu um 1950, ekki mörg heldur var hér á ferðinni undirbúningshópur ef svo má að orði komast. Sálir að undirbúa farveginn fyrir alla þá sem áttu eftir að koma.

Hvernig er hegðunarmynstur Indigo barna?

  1. Þau fæðast sem miklar tilfinningaverur og eru meðvituð um hvað þau eru sérstök, vilja viðurkenningu.
  2. Vita að þau eiga heima hér eins og þau eru og ætlast til að þú skiljir það.
  3. Þessi börn hafa meira sjálfstraust og hafa meiri tilfinningu fyrir eigin sjálfsvirðingu.
  4. Sumar reglur sem við fylgdum svo vandlega sem börn, virðast kjánaleg í augum þessara barna og berjast þau gegn þeim.
  5. Þeim finnst allt ætti að gefa skapandi hugsun
  6. Þau hafa mikla innri þekkingu og hafa oft betri hugmyndir um aðferðir sem betur mættu fara en þær sem hafa verið til staðar í mörg ár.  Þetta gerir það að verkum að þau geta virst eins og “kerfis brjótar”
  7. Fullorðnir skoða oft indigo sálir sem andfélagslegar, nema þær séu með öðrum indigo sálum. Þeim finnast þær oft misskildar og tíndar í þessum heimi og þetta getur valdið því að þær fari inn í sig, jafnvel einangrist.
  8. Gamlar stjórnunaraðferðir eins og; “Bíddu þar til faðir þinn kemur heim,” hefur engin áhrif á þessi börn.
  9. Að uppfylla eigin þarfir er mikilvægt og þau munu láta þig vita af því.

 Átt þú barn eða barnabarn sem er Indigo?

Þetta geta verið nokkur karaktereinkenni indigo barns/sálar.

• Viljasterkir einstaklingar.

• Fæddur 1978 eða síðar.

• Kappsamur.

• Skapandi, með listræna hæfileika til tónlistar, skartgripagerðar, skrifa ljóð o.sv.frv.

• Auðvelt að verða fíklar af ýmsum gerðum.

• “Gömul sál” eru t.d. 13 ára en haga sér eins og þau séu 43 ára.

• Hafa gott innsæi eða eru skyggn, geta hugsanlega séð framliðna og jafnvel engla.

• Geta einangrast vegna skapbresta, eða verið ofur viðkvæmir.

• Vilja verða sjálfstæð og eru stolt.  Jafnvel ef þau eru stöðugt að biðja þig um alla hluti.

• Búa yfir djúpri löngun til að hjálpa heiminum.

• Geta dottið niður í  lágt sjálfsálit.

• Verða auðveldlega leið á því sem þau eru að gera.

• Hafa væntanlega verið greind með ADD eða ADHD

• Svefnleysi, svefntruflanir, martraðir, eða erfiðleikar/ótti við að sofna.

• Hefur sögu um þunglyndi eða jafnvel sjálfsvígshugsanir eða tilraunir.

• Leitar að raunverulegu langverandi sambandi.

• Verða auðveldlega mjög eirðarlaus.

• Hafa mikla samkennd með öllu lífi.

• Eiga auðvelt með að tengjast náttúrunni og dýrum.

• “Láta illa að stjórn“ og láta óhikað skoðanir sínar og meiningu í ljós.

• Þroskast hratt andlega og fylgja óttalaus sannfæringu sinni og fara sínar eigin leiðir á einn eða annan hátt.

Ef þú ert með 14 eða fleiri af þessum eiginleikum sem eru hér upptaldir þá ert þú indigo barn/sál. Á bilinu 11 til 13, ert þú líklega indigo sál í þjálfun. Ef þú ert fullorðinn með þessa eiginleika ertu væntanlega “ljósberi.”

Áhrif Ritalins og önnur lyf á indigo barn/sál sem er  greint með athyglisbrest eða ofvirkni

“Indigo börn sem taka Ritlin eða önnur geðlyf missa fljótlega samband við innsæi sitt, skyggnihæfileika, og stríðskappa persónuleikann. Þessi börn voru send til jarðar með þessum þremur andlegu gjöfum í þeim tilgangi að hreinsa plánetu okkar á öllum sviðum eins og umhverfislega sem og félagslega.

Hömlunarlyf eins Ritalin veldur því að indigo barn/sál gleymir tilgangi lífsins, sem aðeins mun tefja þá breytingu sem þarf að eiga sér stað til breytinga hér á jörðu svo við getum haldið áfram að lifa hér.

Ein af ástæðum þess að indigo-, kristalla- eða regnbogabörn eiga við svefntruflanir, er vegna þess að ódælli andar dragast að þeim. Þessir andar vita að þessi börn geta séð og skynjað þá. Þetta gerir þau pirruð og eirðarlaus í skólanum. Skólar og læknar ákveða út frá þessari hegðun að greina þau með ADHD eða ADD

Hvernig er óskaheimur indigo barns/sálar?

Indigo börn/sálir  hafa verk að vinna á þessari plánetu, og þau munu vinna það verk. Það er þeirra starf að hjálpa til við að útrýma eldri gildum í heiminum þar sem plánetan er að hækka sína tíðni og þar með munu gildin breytast. Þau taka starf sitt mjög alvarlega, jafnvel ef þau eru ekki meðvituð um það. Þau eru að undirbúa heiminn fyrir nýju gildin “kærleikur, bræðralag, einingu og heiðarleika.” Spádómar segja frá þessum sérstökum börnum/sálum,  boðberar mikilla breytinga á orkusviði jarðar. Lykilatriði til að hjálpa að heila jörðina og okkur er „fyrirgefningin“.

Heimurinn  indigo barns/sálar myndi vera:

1 . Frjáls frá öllum sterkum efnum.

2.  Matur væri lífrænt ræktað, ræktaður staðbundið, ferskt með lágmarks vinnslu og hreinsun.

3. Menntun væri fyrir alla og börn myndu hafa mun meira að segja gagnvart námi sínu til framtíðar.

4.  Fjölskylduformið eins og við þekkjum það í dag mundi breytast. Fjölskylda myndi þýða hvern þú ert með á hverjum tíma, og fleiri innifaldir í stórfjölskyldu.

5. Pólitíska umhverfið mundi breytast vera heilla, meira lýðræði, jafnvel sósíalískt.

6 . Öll lönd og allt mannkyn myndi vinna saman að betra lífi á öllum hnettinum.

7 . Náttúran og þarfir hennar myndu vera í fyrirrúmi t.d. með hreinu lofti og jarðvegi.

8. Koma fram við börn af virðingu og hafa gott samráð  við þau um allar ákvarðanir sem myndi hafa áhrif á þau.

9. Allir jafnir, gildir jafnt um kynþætti, litarhátt, kynferði, eða trú.

Í gegnum tíðina hafa þessum sálum verið gefin lyf þar sem þau falla ekki inn í normið. Margar þessara sálna geta séð framtíðina og vita að það sem við erum að reyna að kenna þeim er tilganglaust og gagnlaust. Indigo sál hefur gríðarlegt magn af þrautseigja og viljastyrk. Með viðkvæmni/óþol þeirra til ýmissa aukaefna eins og gagnvart unnum matvælum, hvítur sykur, hveiti svo eitthvað sé nefnt, eru þau að og sýna okkur hvað þarf til að breyta í okkar heimi. Þau eru viðkvæm fyrir svo mörgu. Indigo barn mun segja þér að við ættum ekki að vera með þessi skaðleg efni ef við elskum jörðina okkar og hvert annað.

“Indigo börnin eru “náttúruleg börn í óeðlilegum heimi.”  Ónæmiskerfi þeirra (líkamlega og tilfinningalega) er ekki fært um að tileinka sér jarðnesk eiturefni í mat, vatni, lofti, snyrtivörum og gervilýsingu. Vísindamenn hafa með rannsóknum sínum uppgötvað tengsl milli ADHD og eiturefna. ”

Anne May Meidell Sæmundsdóttir  tók saman

Posted in Uncategorized | Leave a comment

ENN HÆKKAR ORKUTÍÐNIN OG HREINSUN IMPLANTA

Í nokkurn tíma hefur mikil áhersla verið á hreinsun líkamans, orkuhjúpsins og aukna vitundarvakningu um að hver og einn ber ábyrgð á hugsunum sínum orðum og gjörðum og þar með talið hvað við innbyrðum.

Margir eru byrjaðir að taka mataræði sitt í gegn og finna þörf hjá sér til að taka út sykur, hveiti og ger, sem er helsta fóður candida sveppsins en vitað er að sykurneysla hefur mikil áhrif á offjölgun sveppsins, sem birtist í einkennum eins og útbrotum, miklum kláða, sviða í hársverði, sviða í augum, kláða undir höndum og sárum á húð svo nokkur dæmi séu tekin.

Candida sveppurinn veldur jafnframt doða, sljóleika og þreytu, sem veldur því að við þurfum að sofa miklu meira þar sem gríðarleg orka fer hjá líkamanum í að reyna að vinna á sveppnum. Samhliða hækkandi orkutíðni í heiminum, hefur álagið á líkamann aukist til muna, þar sem hann gerir sitt allra besta til að fylgja umbreytingunum eftir og losa út gamla og lága orku eins og þá sem sveppir, bakteríur og veirur þrífast í.

Til að auðvelda líkamanum okkar þessa vinnu og ýta undir betri líðan og aukinn skýrleika, hefur það mikið að segja að við leggjum okkar af mörkum til að auðvelda líkamanum okkar þetta verk, þar sem það er okkar eigin hugur (ego) sem hefur úrslitavald um það hvað við bjóðum líkamanum upp á og hversu hratt við náum að fylgja orkubreytingunum eftir til að flytjast úr gömlu orkunni yfir í hina nýju hjartaorku sem býr í hinni nýju og hærri tíðni.

Undanfarið hefur einnig mikið borið á hreinsun implanta hjá fólki og dýrum og er bæði um að ræða implönt sem voru sett í fólk fyrir mörg hundruð eða þúsundum ára og hafa legið djúpt í orkuhjúpnum en eru nú að verða æ sýnilegri í hinni nýju og hækkandi orku eftir því sem við léttum okkur orkulega. Einnig eru að sjást og koma í ljós implönt sem hafa verið sett í orkuhjúpinn hjá fólki nýlega, eða á þessu og síðustu árum af verum sem enn dvelja á jörðinni og eru til þess gerð að loka hjartastöðinni og draga úr og hægja á eða slökkva á vitundarvakningunni.

Nokkur einkenna þessara implanta eru:

Okkur finnst við meira dofin en venjulega og við finnum ekki “bragð” að lífinu eða finnum fyrir litum þess.

Við getum fundið fyrir verk eða eins og rafmagni í “rófunni” og rótarstöðinni, en undanfarið hafa verið sett implönt í rótarstöðina og neðst í orkuhrygginn til að hægja á að kundaliniorkan nái að rísa.

Við getum fundið fyrir verkjum aftan á hjartastöðinni og í öxlunum þar sem implönt hafa verið sett í hjartastöðina til að hamla opnun hennar og því getur það valdið verkjum upp í herðum þegar orkan er að reyna að opna hjartastöðina.

Við finnum að við erum ekki skýr, og eins og við séum föst í “leiðslu eða hugsanadoða”, sem oft skýrist af því að krúnustöðin og þriðja augað hefur verið stíflað og orkustreymið því ekki sem skyldi, né náum við að hreinsa okkur að fullu.

Við getum fundið að við eigum jafnvel erfiðara en áður með að opna hjartastöðina og finna sumir mikinn þrýstingi yfir hjartastöðinni og aðrir finna líkt og rafmagn yfir þessu svæði.

Þetta eru aðeins nokkur einkenni en áhersla er lögð á að eftir sem áður berum við ábyrgð á okkar eigin heilsu og líðan og hér er einungis um upplýsingar að ræða sem koma ekki á nokkurn hátt í staðin fyrir læknisfræðilegar niðurstöður eða rannsóknir og því skyldi hver og einn ávalt hlusta á líkamann og leita læknis ef ástæða þykir til.

Eftir sem áður er brýnt að við séum meðvituð um að verja okkar eigin orkulíkama og heimili fyrir orkulegu ytra áreiti, og er hægt að gera það með afar einföldum hætti eins og að að kalla inn Mikael erkiengil eða hvern annan verndara sem við treystum best og segja honum skýrt og greinilega hvers við þörfnumst.

Það er þó ekkert að óttast því þetta er orka sem ekki þrífst í hækkandi tíðni og látum við hér í lokin fylgja með miðlun sem kom fram nýverið.

” Undanfarnar vikur hefur verið órói í orkuhjúpnum sem veldur því að fólk finnur fyrir mikilli þörf á að hreinsa til í kringum sig og í sér (mataræði, hugsanir, inplants og fl.). Þessi hreinsun er til þess að opna betur fyrir hjartastöðina svo að kærleikur og ást komist inn. Við þessa hreinsun hefur opnast svigrúm fyrir verur til að koma inn og setjast í þessi tóm sem þá þegar hafa verið hreinsuð og því hafa þær aukið umsvif sín. Þurfum ekkert að óttast því þær ná litlu sem engu frá okkur – en orkan þeirra er óþægileg”.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Umbreytingatímabilið 15 júlí – 22 ágúst

Merkúr í afturábaksnúningi

Mikill hluti daglegrar tilfinningalíðan jarðarbúa stjórnast af áhrifum sem við verðum fyrir frá plánetuafstöðum innan okkar sólkerfis. Ein þessara pláneta er reikistjarnan Merkúr, en hún hefur áhrif á samskipti og hugsanir (rökhugsunina), hugsanamyndun, húmor og önnur tjáskipti.

Nýlega lauk tímabili sem mjög margir urðu varir við á einn eða annan hátt, þegar plánetan Merkúr fór úr afturábaksnúningi yfir í réttan snúning.  Þegar sagt er að pláneta fari í afturábaksnúning er átt við að pláneta hægi það mikið á sér, að jörðin gengur fram úr reikistjörnunni á braut sinni umhverfis sólu og á meðan á því tímabili stendur, verða áhrifin frá plánetunni afar sterk.

Meðal þess sem þessi plánetuafstaða hafði áhrif á var að gömul hugform, hugsananet og ýmis úrelt stýrikerfi hugans sem tilheyra orku hins gamla tíma, komu vel upp á yfirborðið þar sem þau undirgengust hreinsun og losun, og opnað var betur orkulega milli hægra og vinstra heilahvels til að aðstoða okkur við aðlögun okkar að hinni nýju orkutíðni sem við færumst óðfluga inní, en Merkúr hefur einnig áhrif á taugakerfi okkar og urðu margir varir við aukna taugaspennu dagsdaglega án þess að gera sér grein fyrir hvað ylli.

Þessi mikla djúphreinsun hugans, hugsanaforma og tilfinningalegra þátta hafði þau áhrif að grunnsárin sem hver og einn ber í sér og kom með sér inn í þetta líf, ýfðust upp og upplifðu margir djúpan tilfinningalegan sársauka og mikla andlega og líkamlega vanlíðan auk þess sem líkamleg einkenni grunnsársins jukust hjá mörgum og versnuðu jafnvel til muna um tíma meðan mesta orkulosunin og orkuumbreytingin átti sér stað.

Meðal líkamlegra einkenna sem ýmsir fundu fyrir var höfuðverkur, þreyta, þunglyndi, mikil tilfinningaleg viðkvæmni, uppurðarleysi auk lélegrar jarðtengingar.

framhald…

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Orkubreytingar og áhrifin á líkamann framhald

Eitt af því sem umbreytingarnar hafa í för með sér er að líkamar okkar eru byrjaðir að breytast.  Æ fleiri finna þörfina fyrir því að borða léttari mat og fleiri og fleiri eru orðnir fráhverfir þungum mat eins og kjöti.  Börnin okkar hafa jafnvel vit fyrir þeim sem eldri eru og velja að neyta léttari fæðu.

Sum börn hafa frá fæðingu átt erfitt með að melta kjöt eða annan þungan mat enda eru þessar sálir sem hafa verið að koma til jarðarinnar af hærri tíðni en verið hefur og allt þeirra orku- og taugakerfi mun næmara og viðkvæmara en við höfum áður þekkt.  Mörg þessara barna finna fyrir miklum magaverkjum við það eitt að hafa borðað þann mat sem venja hefur þótt og sum finna fyrir ógleði og flökurleika eftir að hafa innbyrt “hefðbundinn” mat.

Við sem eldri erum þekkjum öll áhrif þess að melta þunga fæðu, þ.e. hversu mikil orka fer í það og hversu þreytt við verðum í kjölfarið eða meðan á því stendur.  Í langan tíma meðan orka jarðarinnar var alfarið í þriðju víddinni höfðum við meiri þörf fyrir að borða kjöt og aðrar þungar afurðir enda var það algerlega í samhljómi við orku þess tíma.

Í dag er u.þ.b. 50% af orku umbreytingum jarðar og mannkyns komnar fram sem þýðir að orkulíkamar mannkyns þurfa að gera slíkt hið sama og léttast til að geta dvalið áfram á jörðinni og fylgt breytingunum eftir.  Þessi breyting hefur í för með sér að við finnum að löngum okkar í þungan mat hefur dofnað á undangengnum árum vegna þeirrar miklu tilfinningalosunar sem á sér stað í gegnum orkulíkamann.

Um leið og orkulíkamar okkar léttast, verðum við sjálf einnig viðkvæmari fyrir alls kyns aukaefnum í matvælum og drykkjum og margir verða varir við vaxandi óþol fyrir sykri og sykurdrykkjum, kaffi- eða öðrum taugaörvandi drykkjum eða matvælum því taugakerfið okkar verður einnig viðkvæmara og næmara samhliða umbreytingunum.

Útbrot víðsvegar um líkamann hafa einnig orðið algengari á undanförnum árum og geta jafnvel birt sig á tilteknum stað eða stöðum á líkamanum í ákveðinn tíma en horfið svo með öllu án nokkurra skýringa.  Það sem hefur verið og er að gerast er að yfirstandandi orkubreytingar ýta upp á yfirborðið orku eða tilfinningum sem hafa setið fastar eða staðnaðar í tilfinningalíkamanum okkar hvort sem er frá þessu lífi eða frá fyrri lífum og á meðan orkan eða áfallið er að losna frá, birtist það sem útbrot eða exem á líkamanum og versnar þegar við innbyrðum taugaörvandi  drykki eða matvæli líkt og sykur eða finnum fyrir streitu.

framhald…..

Posted in Uncategorized | Leave a comment